Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 13:21 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira