Macron nýr forseti Frakklands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 11:35 Emmanuel Macron. vísir/afp Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent. Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent.
Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16
Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00