Körfubolti

Hrun hjá San Antonio og Golden State komið yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Draymond Green og Stephen Curry fagna.
Draymond Green og Stephen Curry fagna. vísir/getty
San Antonio Spurs fór afar illa að ráði sínu gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í Oracle Arena í kvöld. Lokatölur 113-111, Golden State í vil.

San Antonio byrjaði leikinn miklu betur og var 14 stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 16-30. Staðan í hálfleik var svo 42-62, gestunum í vil.

Í stöðunni 55-78 um miðjan 3. leikhluta þurfti Kawhi Leonard, aðalstjarna San Antonio, að fara af velli vegna meiðsla og kom ekkert meira við sögu í leiknum.

Án Leonards molnaði undan San Antonio sem glutraði forskotinu niður og tapaði leiknum að lokum með tveimur stigum, 113-111.

Stephen Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og Kevin Durant var með 34 stig.

LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio og Leonard skoraði 26 stig meðan hans naut við.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×