Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 23:30 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, gengur hér fremstur í flokki. Vísir/Getty Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent