Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. maí 2017 08:01 Brad Smith, forseti Microsoft. vísir/getty Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér. Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Brad Smith, forseti Microsoft og yfirmaður lögfræðisviðs Microsoft, birti harðorða yfirlýsingu á vefsíðu Microsoft í gær. Þar staðfestir hann það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. Smith vill að þjóðir heims samþykki stafrænan Genfarsáttmála svo koma megi í veg fyrir slíkar árásir í framtíðinni. Fyrr á þessu ári bárust fregnir af því að tölvuþrjótar hefðu stolið mikilvægum gögnum frá NSA, þar á meðal tölvukóða sem í dag er þekktur sem hinn illræmdi vírus WannaCry. Nokkrum vikum áður en gögnunum var stolið uppfærði Microsoft stýrikerfi sín og í kjölfarið voru nýrri útgáfur Windows-stýrikerfisins varðar fyrir árásinni. Eldri útgáfur þess voru hins vegar berskjaldaðar fyrir árás.Áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna heimi Smith segir í yfirlýsingu sinni að WannaCry-tölvuárásin sé dæmi um það hvað geti farið úrskeiðis þegar yfirvöld hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa. Slíkur hugbúnaður, þróaður af bandarísku leyniþjónustunni, hefur þegar birst á WikiLeaks og núna veldur hugbúnaður þjóðaröryggisstofnunarinnar usla á heimsvísu. Árásin sé áminning um að lítill munur sé á vopnasöfnun í raunheimi og í hinum stafræna. Þannig sé þörf á stafrænum Genfarsáttmála, þar sem tæknigeirinn, almenningur og ríkisstjórnir taka höndum saman til að vernda almenning í því stríði sem þjóðríkin heyja í hinum stafræna heimi. Vírusinn hægði á sér nú um helgina en talið er að meira en 200 þúsund tölvur séu sýktar. Þá á að öllum líkindum eftir að koma í ljós eftir því sem líður á daginn og fólk mætir aftur til vinnu um allan heim að fleiri tölvur hafi sýkst.Hundruð þúsunda tölva sýktar í Kína Þannig er greint frá því á vef Guardian að um 29 þúsund kínverskar stofnanir hafi orðið fyrir árásinni og þar með hundruð þúsunda tölva. Þá hafa upplýsingar borist um að 2000 tölvur á 600 mismunandi stöðum í Japan hafi sýkst af vírusnum en án þess þó að það hafi skapað mikil vandræði. Enn sem komið hafa svo engin tilfelli komið upp í Ástralíu í morgun. Vírusinn hagar sér þannig að hann læsir gögnum í tölvum fólks og tölvuþrjótarnir krefjast svo greiðslu fyrir það að opna gögnin aftur. Greining BBC á þremur reikningum sem tengjast tölvuárásinni gefur til kynna að í morgun hafi alls verið greiddir 38 þúsund dollarar til hakkaranna eða sem jafngildir um fjórum milljónum króna.Ekki opna viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi Í Fréttablaðinu í dag segir Jón Kristinn Ragnarsson, öryggisstjóri hjá Þekkingu, að ekki sé eftirsóknarvert að borga þrjótunum. Greiðsla sé engin trygging fyrir því að fólk fái gögnin sín aftur. Það skiptir mestu máli fyrir alla að afrita gögnin og passa að þau virki. WannaCry-tölvuveiran dreifist með tölvupóstum þar sem reynt er að fá notendur til smella á hlekki, það er því mikilvægt að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstum nema þeim sé vel treystandi. Jón Kristinn segir að mikilvægt sé að vera með nýjust uppfærslu í tölvum og sömuleiðis uppfærðan hugbúnað enda taka nýjustu uppfærslur oftast á þeim galla sem WannaCry-veiran nýtir sér.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent