Segir leka hins opinbera vera vandamálið Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 16:50 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið „fullkomlega við hæfi“. Þá segir hann upplýsingarnar sem Trump tjáði Lavrov og sendiherra Rússlands ekki hafa grafið undan öryggi heimildarmanns bandamanns Bandaríkjanna né ógnað öryggi Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að upplýsingalekar innan ríkisstjórnar og embættismannakerfis Bandaríkjanna væri ógn við öryggi ríkisins.McMaster neitað þó ekki fyrir það að forsetinn hefði sagt Rússunum frá upplýsingum sem hafi verið trúnaðarmál.Sjá einnig: Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, mun í kvöld fara fyrir þingnefnd Bandaríkjanna varðandi njósnamál. Samkvæmt AP fréttaveitunni munu þingmenn líklegast spyrja hann mikið út í samræður Trump og Lavrov og hvort hann hafi komið upp um heimildarmann um Íslamska ríkið. AP bendir einnig á að McMaster hafi sagt að allir þeir sem voru á fundi Trump og Lavrov hafi verið sammála um að samtal þeirra væri „fullkomlega við hæfi“. Hann mun hafa notað þetta orðatiltæki alls níu sinnum þegar hann ræddi við blaðamenn í dag. Evrópskir ráðamenn sögðu AP fyrr í dag atvikið gæti skaðað samstarf Bandaríkjanna við bandamenn sína varðandi njósnamál. Mögulega yrði hætt að deila upplýsingum með Bandaríkjunum. Þá sagði McMaster á blaðamannafundinum í dag að það væri hæpið að atvikið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjanna og annarra þjóða. Auk þess sagði hann að Donald Trump hefði ekki verið meðvitaður um hvaðan upplýsingarnar kæmu.McMaster: President Trump "wasn't even aware of where this information came from." pic.twitter.com/nph2PeNTF1— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) May 16, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavror, utanríkisráðherra Rússlands, frá trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 15. maí 2017 23:59