Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga.
Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí.
Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma.
Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu.
Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega.
Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði.
Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum.
Nýjar og harðar niðurskurðarreglur í Kaliforníu

Tengdar fréttir

Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt
Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC.

Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr?
Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús.

Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“
Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna.

Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt
Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209.