Forgotten Lores spila bara spari Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. maí 2017 10:15 Forgotten Lores upp á sitt besta. Þeir kenna yngri kynslóðinni kúnstina á Kexi hosteli á laugardaginn. Fréttablaðið/Valli Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rappsveitin Forgotten Lores heiðrar gesti Rappport hátíðarinnar með nærveru sinni nú á laugardaginn. FL var vafalaust ein virtasta rapphljómsveit landsins allt frá því að hún gaf út plötuna Týnda hlekkinn árið 2003 – og jafnvel fyrr hjá hiphop hausum sem voru með á nótunum. Platan markaði tímamót í rappi á íslensku, sem á þeim tíma var að slíta barnsskónum. Þeir í Forgotten Lores fjölluðu um íslenskan veruleika á vandaðan hátt og hlutu lof gagnrýnenda fyrir. Árið 2006 kom síðan út platan Frá heimsenda og var hún tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sem tryggði þeim endanlega sess sem ein besta rapphljómsveit landsins og setti markið hátt fyrir komandi kynslóðir rappara á þeim tíma sem margir tóku rappið sitt einfaldlega upp á heimilistölvuna í lágum gæðum og hentu beint á netið. Það má vel fullyrða að mikið af því rappi sem er gefið út í dag á Íslandi sé undir áhrifum Forgotten Lores, bæði beint og óbeint. Þeir hafa þó ekki látið mikið á sér bera síðustu ár – þeir spila á tónleikum við og við eins og það má orða það svo að þeir séu eins og sannir meistarar sem velja sér góð tilefni á tyllidögum til að koma „úr skugganum“ til að sýna yngri kynslóðinni hvernig á að gera þetta. „Það er rétt, Forgotten Lores spilar bara spari þótt við séum alltaf að sinna gyðjunni hver á sinn hátt þess á milli. Það er þó svo að þegar við spilum er það alltaf mikill fögnuður. Við höfum þau forréttindi að hafa verið partur af fyrstu stóru hiphop bylgjunni á Íslandi. Við og margir fleiri gerðum tónlistina en það var senan sem skipti öllu máli, lífsstíllinn. Það að ungmenni höfðu hugrekki til að standa gegn ráðandi gildum og straumum í íslenskum kúltúr, og umfram allt standa með sjálfum sér í að bera út boðskapinn sem hiphop var og er, er það sem gefur svo mikið. Þess vegna var einmitt auðvelt að segja já við því að spila fyrir Kex á Rappport. Kex er velunnari góðrar tónlistar og fáir venjúar eru duglegri við að bera út boðskapinn hér á landi. Við hlökkum til að sjá sem flesta á Kexi á laugardaginn,“ segir Birkir Björns Halldórsson, eða Byrkir B úr Forgotten Lores. Tónlistarhátíðin Rappport fer fram á Kexi hosteli á laugardaginn kemur. Þar spila ásamt Forgotten Lores: Alvia, Sturla Atlas, GKR, Cyber og svo hin íranska SEVDALIZA, sem er að spila hér á landi í annað sinn en hún spilaði á Sónar í fyrra.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira