Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2017 19:15 Ólafur Ólafsson. Vísir/Eyþór Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira