Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2017 19:15 Ólafur Ólafsson. Vísir/Eyþór Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira