Ólga í Frakklandi: Forsetaframbjóðendurnir harðorðir á verkalýðsdaginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2017 23:20 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í París í dag. Vísir/AFP Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron. Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hinir tveir eftirstandandi frambjóðendur forsetakosninganna í Frakklandi, þau Emmanuel Macron og Marine Le Pen, skutu föstum skotum í ræðum sínum á verkalýðsdaginn. Reuters greinir frá. Emmanuel Macron hamraði á því, eins og áður, að Le Pen væri ofstækismaður. Þá sagði Le Pen að Macron væri klón hins óvinsæla, fráfarandi Frakklandsforseta, Francois Hollande. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á forskot Macron en hann er talinn munu vinna kosningarnar með um 60 prósent atkvæða.Emmanuel Macron flytur ræðu frammi fyrir kjósendum í París, höfuðborg Frakklands, í dag.Vísir/AFPHarðorð á degi verkalýðsins Á mánudag, í tilefni dags verkalýðsins, flutti Macron ræðu við minningarathöfn um ungan marokkóskan mann sem drukknaði í ánni Signu fyrir 22 árum. Ungi maðurinn hafði verið staddur í kröfugöngu á verkalýðsdaginn en honum var hrint ofan í ána. Atvikið hefur alla tíð verið rakið til kynþáttahaturs. „Ég mun berjast fram á síðustu sekúndu, ekki aðeins gegn stefnuskrá hennar, heldur líka gegn hugmynd hennar um lýðræði og franska lýðveldið,“ sagði Macron, sem fer fram fyrir hinn nýstofnaða flokk En Marche! eða Áfram gakk!, um mótframbjóðanda sinn. Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, ávarpaði stuðningsmenn sína í Villepinte, úthverfi í norðurhluta Parísarborgar, og sagði: „Emmanuel Macron er bara Francois Hollande sem vill framlengja viðveru sína og rígheldur í vald eins og hrúðurkarl.“ Hún kallaði eftir því að Frakkland endurheimti „sjálfstæði sitt“ frá Evrópusambandinu en minntist ekkert á tillögu sína um að leggja niður evruna.Marine Le Pen ávarpar samkomu í Villepinte, úthverfi Parísarborgar.Vísir/AfpÁtök á mörgum vígstöðvum Á meðan frambjóðendurnir tókust á geisuðu einnig átök á götum Parísar. Í frétt BBC er greint frá ryskingum milli lögreglu og mótmælenda samhliða hinum hefðbundnu verkalýðsgöngum í París. Fjórir lögreglumenn særðust þegar grímuklæddir mótmælendur hentu bensínsprengjum í átt að lögreglu, sem brást við með táragasi. Atvikið átti sér stað við Bastillutorgið í París. Fimm af stærstu stéttarfélögum Frakklands hafa hvatt meðlimi sína til að greiða Le Pen ekki atkvæði í forsetakosningunum. Þó hafa aðeins tvö frönsk stéttarfélög lýst yfir stuðningi við Macron.
Erlent Frakkland Tengdar fréttir Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34 Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hollande styður Macron Leiðtogar hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í Frakklandi keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við miðjumanninn Emannuel Macron sem keppa mun um forsetaembættið við Marine Le Pen, frambjóðanda Franska þjóðarflokksins, í seinni umferð kosninganna. 24. apríl 2017 14:34
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. 24. apríl 2017 12:50
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent