Angela Merkel Þýskalandskanslari hittir í dag Vladímír Pútín forseta Rússlands í Moskvu en þau hafa ekki fundað síðan árið 2015.
Samskipti ríkjanna tveggja hafa ekki verið eins stirð í mörg ár en Merkel hefur gagnrýnt Pútín harðlega fyrir stuðning hans við Bashar Al-Assad Sýrlandsforseta sem og innlimum Krímskaga árið 2014.
Fastlega er búist við að þau ræði þessi mál á fundinum en ekki þó búist við neinni sérstakri niðurstöðu.
Merkel vill að Pútín beiti sér meira til að hægt sé að binda endi á átökin í Úkraínu og í Sýrlandi.
