LeBron James ætlar aftur að borga sekt liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:00 Dahntay Jones og LeBron James. Vísir/Samsett/Getty Annað árið í röð mun LeBron James koma liðsfélaga sínum til bjargar þegar kemur að því að greiða sekt frá aganefnd NBA-deildarinnar í körfubolta. Dahntay Jones, aukaleikari í liði Cleveland Cavaliers, fékk tvær tæknivillur í lok fyrsta leiks liðsins við Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem Cleveland vann 116-105. Dahntay Jones var í framhaldinu rekinn út úr húsi en hann fékk báðar tæknivillurnar með sekúndu millibili eftir að hafa rifið kjaft við Norman Powell, leikmann Toronto Raptors. ESPN segir frá. Jones spilaði bara þrjár síðustu mínútur leiksins en tæknivillurnar dundu á honum þegar 18,7 sekúndur voru eftir og úrslitin löngu ráðin. Dahntay Jones gæti fengið 3000 dollara sekt fyrir hvora tæknivillu fyrir framkomu sína sem eru samtals 640 þúsund krónur íslenskar. 6000 dollarar eru mikið fyrir leikmann sem fær bara 9127 dollara í laun í vetur. Dahntay Jones skrifaði undir samning við Cleveland Cavaliers á síðasta degi deildarkeppninnar alveg eins og í fyrra. LeBron James bauðst líka til að greiða sekt sem Dahntay Jones fékk í fyrra. Þá fékk fékk hann og sekt fyrir að slá leikmann Toronto Raptors á viðkvæman stað. James sagðist strax eftir leikinn ætla að greiða sektina sem var á endanum þó bara 80,17 dollarar. NBA ákvað að sekt Dahntay Jones yrði aðeins 1/110 af launum hans en þau voru aðeins 8800 dollarar í fyrra. „Ég sagði að ég myndi greiða sektina áður en ég vissi hver hún var. Upphæðin skiptir engu máli,“ sagði LeBron James. „Ég sagði þó við hann eftir leikinn: Dahntay, nú er nóg komið. Hættu að láta reka þig út á móti Toronto. Þetta mun enda með því að ég hætti að borga fyrir þig sektirnar,“ sagði LeBron í léttum tón við blaðamenn. LeBron James lifir það alveg af að borga sektir liðsfélaganna enda launahæsti leikmaður deildarinnar með 31 milljón dollara fyrir þetta tímabil en það gerir rúmlega 3,3 milljarða íslenskra króna. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Annað árið í röð mun LeBron James koma liðsfélaga sínum til bjargar þegar kemur að því að greiða sekt frá aganefnd NBA-deildarinnar í körfubolta. Dahntay Jones, aukaleikari í liði Cleveland Cavaliers, fékk tvær tæknivillur í lok fyrsta leiks liðsins við Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem Cleveland vann 116-105. Dahntay Jones var í framhaldinu rekinn út úr húsi en hann fékk báðar tæknivillurnar með sekúndu millibili eftir að hafa rifið kjaft við Norman Powell, leikmann Toronto Raptors. ESPN segir frá. Jones spilaði bara þrjár síðustu mínútur leiksins en tæknivillurnar dundu á honum þegar 18,7 sekúndur voru eftir og úrslitin löngu ráðin. Dahntay Jones gæti fengið 3000 dollara sekt fyrir hvora tæknivillu fyrir framkomu sína sem eru samtals 640 þúsund krónur íslenskar. 6000 dollarar eru mikið fyrir leikmann sem fær bara 9127 dollara í laun í vetur. Dahntay Jones skrifaði undir samning við Cleveland Cavaliers á síðasta degi deildarkeppninnar alveg eins og í fyrra. LeBron James bauðst líka til að greiða sekt sem Dahntay Jones fékk í fyrra. Þá fékk fékk hann og sekt fyrir að slá leikmann Toronto Raptors á viðkvæman stað. James sagðist strax eftir leikinn ætla að greiða sektina sem var á endanum þó bara 80,17 dollarar. NBA ákvað að sekt Dahntay Jones yrði aðeins 1/110 af launum hans en þau voru aðeins 8800 dollarar í fyrra. „Ég sagði að ég myndi greiða sektina áður en ég vissi hver hún var. Upphæðin skiptir engu máli,“ sagði LeBron James. „Ég sagði þó við hann eftir leikinn: Dahntay, nú er nóg komið. Hættu að láta reka þig út á móti Toronto. Þetta mun enda með því að ég hætti að borga fyrir þig sektirnar,“ sagði LeBron í léttum tón við blaðamenn. LeBron James lifir það alveg af að borga sektir liðsfélaganna enda launahæsti leikmaður deildarinnar með 31 milljón dollara fyrir þetta tímabil en það gerir rúmlega 3,3 milljarða íslenskra króna.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira