Erlent

Kushner greindi ekki frá milljarða skuldum og tenglsum við auðjöfra

Samúel Karl Ólason skrifar
Jared Kushner.
Jared Kushner. Vísir/Getty
Jared Kushner, sérstakur ráðgjafi og tengdasonur Donald Trump, greindi ekki frá því að hann skuldar tuttugu aðilum samtals rúmlega milljarð dala. Þá greindi hann ekki frá því í hagsmunaskrá sinni að hann á í viðskiptum við auðjöfra eins og George Soros og Peter Thiel.

Kushner kom að stofnun fasteignafélagsins Cadre, ásamt Goldman Sachs Group, en í hagsmunaskrá hans má ekkert finna um félagið. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal tengir félagið Kushner við Soros og Thiel sem hafa fjárfest í Cadre.

Lögmaður Kushner segir Cadre vera hlut af BFPS Ventures LLC fyrirtækinu sem er í eigu Kushner, en það kemur fram í skránni. Til stendur að uppfæra skrá hans svo Cadre komi þar fram einnig.

Siðferðissérfræðingar segja mikilvægt að allt sem geti leitt til hagsmunaárekstrar eigi að koma fram í hagsmunaskrám svo almenningur og fjölmiðlar geti fylgst með og sagt frá mögulegum hagsmunaárekstrum.

Meðal þeirra aðila sem Kushner skuldar fé eru Deutsche Bank, Royal Bank of Scotland, Bank of AmericaBlackstone GroupCitigroup og fleiri. Engir þeirra aðila koma fram í hagsmunaskrá Kushner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×