Erlent

Skattayfirvöld beina sjónum að ráðgjöfum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini.
Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. NORDICPHOTOS/AFP
Skattayfirvöld í Noregi hafa hug á að rannsaka hvernig lögmenn, bankar, endurskoðendur og ráðgjafar í fjárfestingum vinna.

Eftir að Panamaskjölin svokölluðu voru gerð opinber ákváðu skattayfirvöld í Noregi að rannsaka 200 mál Norðmanna vegna gruns um skattsvik. Nú á að beina sjónum að ráðgjöfunum. Við rannsókn á nokkrum málanna hafi komið í ljós að þeir hafi þekkingu sem komi að notum við að sniðganga reglur um skatta.

Sala DNB bankans í Lúxemborg á skúffufyrirtækjum verður til dæmis rannsökuð nánar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×