Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:21 Vísir/EPA Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira