Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. maí 2017 18:21 Vísir/EPA Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017 Frakkland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Hún ávarpaði stuðningsmenn sína og blaðamenn skömmu eftir að fyrstu tölur í forsetakosningunum voru birtar en samkvæmt þeim hlaut hún 34,5 prósent atkvæða. Mótframbjóðandi hennar, Emmanuel Macron, fékk 65,5 prósent. Le Pen sagðist hafa rætt við Macron í síma og óskað honum góðs gengis í nýju embætti. Macron hefur sent frá sér örstutta yfirlýsingu og hefur enn ekki ávarpað fólk opinberlega. „Nýtt blað er brotið í okkar löngu sögu í kvöld. Mín ósk er að það einkennist af von og endurnýjuðu sjálfstrausti,“ segir hann í yfirlýsingu sinni til AFP. Áður höfðu skoðanakannanir spáð Macron sigri, en hann mældist með rúmlega sextíu prósent fylgi samkvæmt niðurstöðum fjögurra skoðanakannanna sem hafa verið gerðar í dag. Sigur hans þykir mikið afrek, en þangað til nýlega var hann óþekktur og stjórnmálaflokkur hans, En Marche!, var stofnaður fyrir ári síðan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands hefur nú þegar sent Macron hamingjuóskir. „Forsætisráðherrann óskar forsetaefninu Macron innilega til hamingju með árangurinn. Frakkland er einn af okkar nánustu bandamönnum og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum að okkar sameiginlegu baráttuefnum,“ segir í yfirlýsingu May. Hér fyrir neðan má sjá myndband af fagnaðarlátunum þegar fyrstu tölur voru tilkynntar á stuðningsfundi Macron við Louvre safnið í París.The moment Emmanuel Macron's victory was announced to his supporters in Paris #frenchelection #presidentielle2017https://t.co/45xs46Wlv1 pic.twitter.com/QDIPYLwFc4— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 7, 2017
Frakkland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira