Ósáttir við að geta ekki kosið með hjartanu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 09:00 Mikil öryggisgæsla var í París. Um 50 þúsund lögreglumenn stóðu vaktina. Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Frakkar fögnuðu langt fram á nótt eftir að ljóst varð á sunnudag að Emmanuel Macron yrði næsti forseti Frakklands. Hann hlaut um 66 prósent gildra atkvæða en Marine LePen hlaut þriðjung þeirra. „Það var svakaleg stemning og þetta er greinilega mikill hátíðisdagur fyrir Frakka,“ sagði Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, sem var stödd í París um helgina. „Þeir taka þessu mjög alvarlega og eru mjög ástríðufullir,“ segir hún um stemninguna á meðal Frakka. Um 300 þúsund Frakkar hópuðust saman í Tuileries-garðinum, við Louvre, til að fagna nýkjörnum forseta. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að löggæslan hafi verið gríðarleg. Þórhildur segist skynja að Frakkar uni niðurstöðunni mjög vel en ákveðinn hópur sé óhress með að hafa ekki getað kosið með hjartanu heldur hafi þeir helst verið að hugsa um að halda Le Pen frá. „Sérstaklega vinstri mennirnir. Þeim finnst þeir ekki hafa átt neinn frambjóðanda sem þeir gátu kosið. Enda endurspeglast það í því að það var metfjöldi auðra atkvæða og kosningaþátttakan var léleg,“ segir Þórhildur. Hún segir fána Evrópusambandsins hafa verið áberandi eftir sigur Macrons og augljóst að þeir sem voru samankomnir á torginu litu á niðurstöðuna sem sigur fyrir þá sem vilja áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Enda hafði Le Pen heitið því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Frakkar ættu að vera áfram í ESB.Brigitte Trogneux ætlar að taka virkan þátt í starfi eiginmanns síns, Emmanuels Macron. Hún fagnaði með honum á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPABjörn Bjarnason, formaður Varðbergs – Samtaka um vestræna samvinnu og fyrrverandi ráðherra, hefur fylgst vel með kosningabaráttunni. Hann segir niðurstöðuna styrkja Evrópusambandið í sessi en bendir á að Macron hafi ætlað að vinna að breytingum á Evrópusambandinu til að stuðla að breytingum í átt að meira lýðræði. Þessi fyrirheit hans séu ekki beinlínis fagnaðarefni fyrir þá sem fara með völdin í Evrópusambandinu. Það verði því spennandi að sjá hvernig mál þróast. „Þessi óánægja innan Evrópusambandsins með skort á lýðræðislegu umboði þeirra sem fara með æðstu stjórn er ekki bara bundin við Frakkland,“ segir Björn.Macron veifaði til fjöldans. Nú þarf hann að undirbúa sig fyrir þingkosningar í sumar.Björn segist ánægður með að Macron hafði sigur gegn LePen. „Ég er mjög ánægður með að hún tapaði. Hún hefði mátt tapa meiru.“ Björn segir að það verði spennandi að fylgjast með Macron í framhaldinu. „Það verður spennandi að sjá hvern hann velur sem forsætisráðherraefni og hvernig hann myndar ríkisstjórn,“ segir hann. Þá verði spennandi að sjá hvernig þingið verður samsett eftir þingkosningarnar í sumar. „Ég á ekki von á því að Le Pen fái mikið í þingkosningunum en það er ekki vitað hvað hann fær,“ segir Björn og bendir á að bæði Macron og flokkur hans séu óskrifað blað. „En hann skýrði auðvitað sín sjónarmið í kosningabaráttunni og var málefnalegur á meðan hún var eiginlega bara dónaleg, ef svo má segja.“Áætlað er að um 300 þúsund manns hafi komið saman við Louvre á sunnudagskvöld. Fréttablaðið/EPA
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira