Lífið

Samantekt á bestu tístunum á fyrra undankvöldi Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Keppandi Lettlands á sviði.
Keppandi Lettlands á sviði. Eurovision
Það er komið að því, Eurovision-æðið hefur gripið Íslendinga enn eitt árið. Keppnin er haldin í Kænugarði í Úkraínu í ár og fer fyrra undankvöldið fram í kvöld. Svala Björgvinsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga með lagið Paper og er þrettánda í röðinni á svið í kvöld.

Það virðist vera orðið að þjóðarsporti meðal Íslendinga að tísta eins og enginn sé morgundagurinn yfir þessari keppni og eiga margir oft þar góða spretti.

Hér fyrir neðan verða tekin saman bestu tístin og greinin uppfærð jafnt og þétt á meðan keppni stendur en einnig er hægt að fylgjast með umræðunni á #12stig hér fyrir neðan:

Krúttbangsinn hann Daði með þetta skemmtilega tíst, en hann sló í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í vetur þar sem hann hafnaði í öðru sæti á eftir Svölu með lagið sitt Is This Love?

Heldur stórt og mikið loforð frá Árna Vil. 

Það eru ekki allar þjóðir jafn spenntar fyrir Eurovision. Líkt og Díana Sjöfn bendir á.

Daninn virðist heldur ekki taka þetta árlega snakkkvöld jafn alvarlega og Íslendingar.

Hentu ekki allir í eina Svölu-köku fyrir keppni?

Lífið getur verið ansi strembið þegar Ísland keppir í Eurovision.

Íslenski þulurinn Gísli Marteinn benti á þessa staðreynd í upphafi útsendingarinnar með kynnanna þrjá í Kænugarði.

Hlaupabrettaatriði Svía vakti athygli margra.

Gísli Marteinn með skoðanir á albanska framlaginu: 

Atriði Svartfjallalands vakti mikla athygli en almannatengillinn Andrés Jónsson benti á þessa staðreynd varðandi þetta merkilega land.

Stórsöngvarinn og margfaldi Eurovision-farinn Stefán Hilmarsson með einn baneitraðan um atriði Svartfjallalands.

Kynnarnir voru á milli tannanna á fólki, þá sérstaklega sú staðreynd að um var að ræða þrjá karlmenn í keppni sem gefur sig út fyrir að fagna fjölbreytileika. 

Forsetaeframbjóðandinn fyrrverandi Halla Tómasdóttir henti í Super Nachos yfir Eurovision. 

Helga Þórðardóttir fylgdist með Svíanum og færði okkur þessar fregnir af honum. 

Eitt er víst að portúgalski flytjandinn bræddi marga Íslendinga miðað við umræðuna á #12stig

Salka Sól var allavega ekki lengi að ákveða sig. 12 stig til Portúgals. 

Einföld fræði, ef vasaljós fer áfram, þá fer pappír áfram.

Bylgja var ekkert að skafa af því, og jafnvel að segja það sem margir hafa hugsað í kvöld?

Bubbi er á Portúgals-vagninum. 

Ekki tíst, en skemmtilegur Facebook-póstur frá gítarleikara Skálmaldar sem er ekki í snakkinu.

Þórður Matthíasson var einn þeirra sem sá ofurhetjustílinn á Svölu.

Örugglega nokkrir námsmenn í þessum sporum.

Og vonbrigðin voru mikil þegar ljóst var að Svala komst ekki áfram. Haukur Viðar Alfreðsson náði kannski að lýsa ástandinu hvað best.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×