Lífið

„Smá svona tilfinning í manni að þetta hafi verið ósanngjarnt“

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
„Þetta er bara leiðinlegt því að þetta er auðvitað allt saman miklu skemmtilegra þegar Ísland kemst áfram og er með í lokakeppninni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson eftir Svala Björgvinsdóttir féll úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld. Gísli lýsti keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld.

„Það er smá svona tilfinning í manni að þetta hafi verið ósanngjarnt en ef maður beitir alveg kaldri rökhyggju þá er þetta ekkert ósanngjarnara en það að Evrópu fannst önnur tíu lög bara betri.“

Gísli segir að lítið sé hægt að segja við þessari niðurstöðu.

„Þetta er bara oft ólíkir menningarheimar og það getur bara vel verið að Svala hitti bara ekki í mark í Aserbaídsjan.“

Ítarlega er rætt við Gísla í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×