McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 09:25 Hvarf Madeleine vakti heimsathygli á sínum tíma. Vísir/AFP Tíu ár verða liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf sporlaust í vikunni. Foreldrar hennar er þrátt fyrir það ekki úrkula vonar og heita því að gera hvað sem til þarf, eins lengi og til þarf til að finna hana. Hvarf Madeleine, sem þá var þriggja ára gömul, vakti heimsathygli árið 2007. Stúlkan var með foreldrum sínum í fríi í Portúgal þegar hún hvarf úr íbúð í Praia da Luz. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í tilefni tímamótanna segja McCann-hjónin að breska lögreglan hafi náð raunverulegum árangri í rannsókn málsins undanfarin fimm ár. „Það er enn von um að við finnum Madeleine,“ segir móðir hennar Kate. Fjórir rannsóknarlögreglumenn vinna nú að rannsókninni í Bretlandi og hefur ellefu milljónum punda verið varið í hana. Upphaflega rannsókn portúgölsku lögreglunnar skilaði litlu. Þó að rannsóknin hafi verið skorin niður frá því sem áður var hefur henni verið tryggt fjármagn þangað til í september í það minnsta. Til að bæta gráu ofan á svart skrifaði þarlendur fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður bók um hvarf stúlkunnar þar sem hann gaf í skyn að foreldrarnir gætu hafa sett það á svið. Dómstóll lagði bann við útgáfu bókarinnar en hæstiréttur Portúgal felldi það úr gildi. Faðir Madeleine, Gerry, segir bresku rannsóknina ekki hafa leitt neitt í ljós sem bendi til þess að dóttir hans sé látin. Madeleine McCann Tengdar fréttir Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Ný vísbending í hvarfi Madeleine McCann: Scotland Yard telur sig geta leyst málið Rannsóknin hefur hlotið meira fjármagn og telur lögreglan sig mögulega geta leyst málið. 4. desember 2016 11:54 Leggja meira fé í leit að Madeleine McCann Breska innanríkisráðuneytið hefur samþykkt 85 þúsund punda aukafjárveitingu til lögreglunnar þar í landi. 13. mars 2017 10:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Tíu ár verða liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf sporlaust í vikunni. Foreldrar hennar er þrátt fyrir það ekki úrkula vonar og heita því að gera hvað sem til þarf, eins lengi og til þarf til að finna hana. Hvarf Madeleine, sem þá var þriggja ára gömul, vakti heimsathygli árið 2007. Stúlkan var með foreldrum sínum í fríi í Portúgal þegar hún hvarf úr íbúð í Praia da Luz. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í tilefni tímamótanna segja McCann-hjónin að breska lögreglan hafi náð raunverulegum árangri í rannsókn málsins undanfarin fimm ár. „Það er enn von um að við finnum Madeleine,“ segir móðir hennar Kate. Fjórir rannsóknarlögreglumenn vinna nú að rannsókninni í Bretlandi og hefur ellefu milljónum punda verið varið í hana. Upphaflega rannsókn portúgölsku lögreglunnar skilaði litlu. Þó að rannsóknin hafi verið skorin niður frá því sem áður var hefur henni verið tryggt fjármagn þangað til í september í það minnsta. Til að bæta gráu ofan á svart skrifaði þarlendur fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður bók um hvarf stúlkunnar þar sem hann gaf í skyn að foreldrarnir gætu hafa sett það á svið. Dómstóll lagði bann við útgáfu bókarinnar en hæstiréttur Portúgal felldi það úr gildi. Faðir Madeleine, Gerry, segir bresku rannsóknina ekki hafa leitt neitt í ljós sem bendi til þess að dóttir hans sé látin.
Madeleine McCann Tengdar fréttir Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Ný vísbending í hvarfi Madeleine McCann: Scotland Yard telur sig geta leyst málið Rannsóknin hefur hlotið meira fjármagn og telur lögreglan sig mögulega geta leyst málið. 4. desember 2016 11:54 Leggja meira fé í leit að Madeleine McCann Breska innanríkisráðuneytið hefur samþykkt 85 þúsund punda aukafjárveitingu til lögreglunnar þar í landi. 13. mars 2017 10:07 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30
Ný vísbending í hvarfi Madeleine McCann: Scotland Yard telur sig geta leyst málið Rannsóknin hefur hlotið meira fjármagn og telur lögreglan sig mögulega geta leyst málið. 4. desember 2016 11:54
Leggja meira fé í leit að Madeleine McCann Breska innanríkisráðuneytið hefur samþykkt 85 þúsund punda aukafjárveitingu til lögreglunnar þar í landi. 13. mars 2017 10:07