Bjarki sigraði Proctor öðru sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2017 11:31 Bjarki og félagar fagna eftir bardagann. mynd/rúnar geirmundsson Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. Í gærkvöldi bar Bjarki sigurorð af Englendingnum Alan Proctor á Fightstar 9 bardagakvöldinu í Brentford Fountain Leisure Center íþróttahöllinni í London. Þetta var önnur viðureign Bjarka og Proctors. Þeir mættust fyrst í desember 2016 en þá var Bjarka dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark sem varð þess valdandi að hann rotaðist. Báðum bardagamönnum var það kappsmál að mætast aftur og útkljá málin. Bjarki var með stjórn á bardaganum í gær nær allan tímann og var með talsverða yfirburði. Í annarri lotu dró til tíðinda og eftir að Bjarki hafði komið Procter í óþægilega stöðu í gólfinu og látið höggin dynja á honum stoppaði dómarinn bardagann. Bjarki hefur því unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Þetta var erfiður bardagi. Við komum báðir vel undirbúnir og ég fann það að hann ætlaði að gefa allt í þetta. Ég var nokkuð viss fyrir bardagann um það að glíman mín myndi vera sterkasta vopnið á móti honum og þess vegna sótti ég fast í að ná taki á honum og glíma. Það reyndist rétt og á endanum þá var það í gólfinu sem bardaginn vannst,“ er haft eftir Bjarka í fréttatilkynningu. „Ég er ótrúlega glaður. Það vó þungt á mér að koma þessum bardaga út úr systeminu. Þó svo að mér hafi verið dæmdur sigur í seinasta bardaga þá var mér mikið í mun að klára þetta á mínum verðleikum. Og ég tel mig hafa gert það.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá bardaganum sem Rúnar Geirmundsson tók. MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Bjarki Thor Pálsson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA. Í gærkvöldi bar Bjarki sigurorð af Englendingnum Alan Proctor á Fightstar 9 bardagakvöldinu í Brentford Fountain Leisure Center íþróttahöllinni í London. Þetta var önnur viðureign Bjarka og Proctors. Þeir mættust fyrst í desember 2016 en þá var Bjarka dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark sem varð þess valdandi að hann rotaðist. Báðum bardagamönnum var það kappsmál að mætast aftur og útkljá málin. Bjarki var með stjórn á bardaganum í gær nær allan tímann og var með talsverða yfirburði. Í annarri lotu dró til tíðinda og eftir að Bjarki hafði komið Procter í óþægilega stöðu í gólfinu og látið höggin dynja á honum stoppaði dómarinn bardagann. Bjarki hefur því unnið alla þrjá bardaga sína sem atvinnumaður. „Þetta var erfiður bardagi. Við komum báðir vel undirbúnir og ég fann það að hann ætlaði að gefa allt í þetta. Ég var nokkuð viss fyrir bardagann um það að glíman mín myndi vera sterkasta vopnið á móti honum og þess vegna sótti ég fast í að ná taki á honum og glíma. Það reyndist rétt og á endanum þá var það í gólfinu sem bardaginn vannst,“ er haft eftir Bjarka í fréttatilkynningu. „Ég er ótrúlega glaður. Það vó þungt á mér að koma þessum bardaga út úr systeminu. Þó svo að mér hafi verið dæmdur sigur í seinasta bardaga þá var mér mikið í mun að klára þetta á mínum verðleikum. Og ég tel mig hafa gert það.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá bardaganum sem Rúnar Geirmundsson tók.
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira