Segjast hættir að treysta Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Carl Vinson flugmóðurskipið. Nordicphotos/AFP Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna