Golf

Tiger fór í enn eina aðgerðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. vísir/getty
Tiger Woods verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa lagst undir hnífinn enn og aftur í gær.

Aðgerðin í gær var til þess að laga sársauka í baki og fæti. Þetta er þriðja aðgerðin sem Tiger fer í síðustu nítján mánuði.

„Ég get ekki beðið eftir að losna við sársaukann sem ég hef verið að burðast með svo lengi. Ég vil geta lifað eðlilegu lífi. Leikið við börnin mín og keppt í golfi,“ sagði Tiger.

Hann mun því væntanlega missa af öllum risamótum ársins og eðlilega velta menn því fyrir sér hvort hann eigi yfir höfuð endurkvæmt á golfvöllinn.

„Aðgerðin gekk vel og ég er bjartsýnn á að ná fullri heilsu,“ sagði Tiger en hann ætlar að hvíla í nokkrar vikur áður en hann byrjar í endurhæfingu.

Það var aðeins í desember sem Tiger kom til baka eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í fimmtán mánuði. Hann varð svo að hætta leik á móti í febrúar og hefur ekki spilað síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×