Tiger fór í enn eina aðgerðina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 08:30 Tiger Woods. vísir/getty Tiger Woods verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa lagst undir hnífinn enn og aftur í gær. Aðgerðin í gær var til þess að laga sársauka í baki og fæti. Þetta er þriðja aðgerðin sem Tiger fer í síðustu nítján mánuði. „Ég get ekki beðið eftir að losna við sársaukann sem ég hef verið að burðast með svo lengi. Ég vil geta lifað eðlilegu lífi. Leikið við börnin mín og keppt í golfi,“ sagði Tiger. Hann mun því væntanlega missa af öllum risamótum ársins og eðlilega velta menn því fyrir sér hvort hann eigi yfir höfuð endurkvæmt á golfvöllinn. „Aðgerðin gekk vel og ég er bjartsýnn á að ná fullri heilsu,“ sagði Tiger en hann ætlar að hvíla í nokkrar vikur áður en hann byrjar í endurhæfingu. Það var aðeins í desember sem Tiger kom til baka eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í fimmtán mánuði. Hann varð svo að hætta leik á móti í febrúar og hefur ekki spilað síðan. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa lagst undir hnífinn enn og aftur í gær. Aðgerðin í gær var til þess að laga sársauka í baki og fæti. Þetta er þriðja aðgerðin sem Tiger fer í síðustu nítján mánuði. „Ég get ekki beðið eftir að losna við sársaukann sem ég hef verið að burðast með svo lengi. Ég vil geta lifað eðlilegu lífi. Leikið við börnin mín og keppt í golfi,“ sagði Tiger. Hann mun því væntanlega missa af öllum risamótum ársins og eðlilega velta menn því fyrir sér hvort hann eigi yfir höfuð endurkvæmt á golfvöllinn. „Aðgerðin gekk vel og ég er bjartsýnn á að ná fullri heilsu,“ sagði Tiger en hann ætlar að hvíla í nokkrar vikur áður en hann byrjar í endurhæfingu. Það var aðeins í desember sem Tiger kom til baka eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í fimmtán mánuði. Hann varð svo að hætta leik á móti í febrúar og hefur ekki spilað síðan.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira