Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 13:26 James Mattis og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, funduðu í dag. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent