Varar Assad við því að beita efnavopnum aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 13:26 James Mattis og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal, funduðu í dag. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ljóst að stjórnvöld Sýrlands búi enn yfir efnavopnum. Þá varaði hann Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því að beita slíkum vopnum aftur. Stjórnvöld Assad hafa verið sökuð um efnavopnaárás í byrjun mánaðarins sem rúmlega 80 manns létu lífið í. Forsetinn segir hins vegar að árásirnar séu eintómar lygar. Bandaríkin brugðust við árásunum með því að skjóta eldflaugum að flugvelli sem árásin er sögð hafa verið gerð frá. Mattis er staddur í Ísrael, en þar sakaði hann stjórnvöld Assad um að hafa brotið gegn samkomulagi frá árinu 2013 um að losa sig við öll efnavopn. „Það getur ekki verið nokkur vafi innan alþjóðasamfélagsins að Sýrland á enn efnavopn, sem er brot gegn samkomulagi ríkisins og yfirlýsingu þess um að öll slík vopn hefðu verið fjarlægð,“ hefur BBC eftir Mattis. Mattis lagði þó ekki fram nein sönnunargögn fyrir máli sínu. Ísraelski herinn sagði fyrr í vikunni að Assad ætti enn „nokkur tonn“ af efnavopnum, samkvæmt Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort þar var talað um saríngas, sem beitt var í árásinni í Idlib í byrjun mánaðarins, eða klórgas, sem stjórnarherinn hefur reglulega verið sakaður um að beita. Stjórnarherinn beitti síðast saríngasi árið 2013 og þá létu hundruð lífið. Sú árás leiddi næstum því til þess að Bandaríkin gerðu árásir gegn hernum. Rússar gripu þá inn í og stungu upp á samkomulagi um að stjórnvöld Sýrlands eyddu efnavopnum sínum eða gæfu þau frá sér. Þá átti ríkisstjórn Assad að skrifa undir sáttmála Efnavopnastofnunarinnar um að beita slíkum vopnum aldrei aftur. Sama stofnun hefur staðfest að saríngasi var beitt nú í apríl.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09 Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Segja að fleiri efnavopnaárásir hafi verið gerðar í Sýrlandi Meint árás á að hafa átt sér stað tveimur dögum eftir efnavopnaárásina í Idlib þar sem sjötíu manns hið minnsta létu lífið. 6. apríl 2017 11:09
Rifist um efnavopnaárásina Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnarmanna á jörðu niðri valdið dauða fórnarlambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6. apríl 2017 06:00
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Assad segir allar fregnir af efnavopnaárásinni uppskáldaðar Bashir al-Assad, forseti Sýrlands, segir að allar fregnir af efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði Sýrlands séu „100 prósent uppskáldaðar“. Hann segir ð Sýrlandsher hafi látið öll efnavopn sín af hendi árið 2013. 13. apríl 2017 13:34