Cubs minjagripir slá öll met í sölu

Nýja tímabilið er farið af stað og fengu leikmenn Cubs meistarahringina sína er hún byrjaði. Allir sem styðja Cubs vilja líka fá hring og þá meina ég allir.
Minjagripasalar sem selja Cubs-vörur hafa aldrei séð aðra eins sölu og núna. Þeir eru að selja helmingi meira af varningi en venjulega. Allt er það varningur tengdur Cubs.
Mesta salan er í meistarahringjum sem eru til sölu frá 33 þúsund krónum upp í 1,2 milljónir króna. Vinsælasti hringurinn kostar 55 þúsund krónur.
„Stuðningsmenn Cubs sanna aftur og aftur að þeir eru bestir. Það kemur engum á óvart að sjá þessar sölutölur,“ segir Colin Faulkner hjá markaðsdeild Cubs.
Tengdar fréttir

Bölvun aflétt
Ein merkasta stund í bandarískri íþróttasögu kom er Chicago Cubs varð hafnaboltameistari í fyrsta skipti í 108 ár. Úrslitaleikurinn var ein dramatík frá upphafi til enda og endirinn í anda myndar frá Disney.

Fimm milljónir mættu á sigurhátíð Cubs | Myndir
Alls mættu fimm milljónir til að hylla hetjurnar sýnar þegar Chicago Cubs hafnarboltaliðið hélt heiðursskrúðgöngu í gegnum borgina í gær.

Fyrstu börn ársins með Cubs-nöfn
Fyrstu börnin sem fæddust í Chicago á árinu fengu nöfn sem tengjast hafnaboltaliðinu Chicago Cubs enda fólk þar í borg enn að jafna sig eftir fyrsta titil félagsins í 108 ár.

108 demantar í hverjum einasta meistarahring
Ricketts-fjölskyldan, eigendur bandaríska hafnarboltaliðsins Chicago Cubs, ætla ekkert að spara þegar kemur að meistarahringum leikmanna og þjálfara liðsins sem verða afhentir í vikunni.

108 ára bið Chicago Cubs lauk í nótt | Myndbönd
Bölvun Chicago Cubs var loks aflétt í nótt er liðið varð meistari í bandaríska hafnaboltanum í fyrsta skipti síðan 1908. Ekkert lið í bandarískum íþróttum hefur mátt bíða eins lengi eftir titli.

Bill Murray með viðtal ársins | Myndband
Einn þekktasti stuðningsmaður Chicago Cubs er gamanleikarinn Bill Murray og hann var að sjálfsögðu á leiknum sögulega í nótt er Cubs varð meistari.