Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira