Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Á morgun ganga Frakkar að kjörborðinu og kjósa þann frambjóðanda sem þeim líst best á í fyrri umferð forsetakosninga. Ellefu frambjóðendur verða á kjörseðlinum en fjórir mælast með mun meira fylgi en aðrir. Tveir hlutskörpustu munu mætast í síðari umferð forsetakosninga, það er að segja ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða á morgun. Lengi vel naut Marine Le Pen, frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, mests stuðnings. Allt frá því í ágúst og fram undir lok mars mældist hún efst. Eftir að upp komst að frambjóðandi Repúblikana, Francois Fillon, hefði mögulega greitt fjölskyldu sinni laun fyrir uppskálduð störf sem aðstoðarmenn hans, missti hann talsvert fylgi til hins frjálslynda Emmanuels Macron, frambjóðanda En Marché!. Nú mælist Macron efstur. Þá hefur sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, sótt í sig veðrið undanfarið og siglt upp að hlið þeirra þriggja fyrrnefndu. Benoit Hamon, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, flokks Francois Hollande forseta, mælist hins vegar með innan við helming fylgis fjórmenninganna.Macron mælist með 24 prósent samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman. Le Pen er með 22 prósent, Fillon og Mélenchon með 19 prósent en Hamon ekki nema átta prósent. Sé litið til kannana á fylgi frambjóðenda í seinni umferð mælist Le Pen jafnvel ekki. Hún mælist um tuttugu prósentustigum veikari en Fillon og Mélenchon og þrjátíu prósentustigum neðar en Macron. Fillon mælist fjórtán prósentustigum neðar en Mélenchon og 32 neðar en Macron. Þá er ótalin hugsanleg barátta milli Macrons og Mélenchons en þar mælist Macron með 59 prósenta fylgi en Mélenchon 41 prósent. Ljóst er því að miðað við skoðanakannanir stefnir ekki í spennandi kosningabaráttu í seinni umferð. Óljóst er hvaða áhrif skotárás fimmtudagsins mun hafa á kosningarnar. Þá skaut 39 ára maður að nafni Karim Cheurfi lögreglumann til bana. Er hann talinn íslamskur öfgamaður og fannst haglabyssa og hnífar í bíl hans. Hollande forseti kallaði árásina hryðjuverk og hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð á henni. Varð árásin þess valdandi að Le Pen, Fillon og Macron aflýstu síðustu kosningafundum sínum og hvöttu stjórnvöld til aðgerða til að fyrirbyggja frekari árásir. Le Pen sagði á blaðamannafundi að herða ætti landamæraeftirlit og vísa innflytjendum á eftirlitslistum lögreglu úr landi. Fillon sagði að baráttan gegn íslömskum öfgamönnum ætti að vera forgangsatriði næsta forseta á meðan Macron hvatti Frakka til að láta óttann ekki heltaka sig.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira