Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:00 Horford var stigahæstur í liði Boston sem minnkaði muninn. Vísir/getty Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin: NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin:
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum