Ólíkt svissneska kettinum fékk læðan Nuk að lifa þrátt fyrir að hafa komið ólöglega til landsins 25. apríl 2017 14:44 Læðan Nuk og eigandi hennar Susanne Alsing. Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00