Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2017 11:00 Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Vísir Ferðamenn smygluðu ketti inn til landsins í síðustu viku en lögreglan hafði upp á ferðamönnunum og var kettinum lógað. Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Sjálfstætt starfandi dýralæknir á Höfn í Hornafirði hafði samband við héraðsdýralæknir á Egilsstöðum á föstudag og sagðist hafa fengið vitneskju um að köttur væri á ferð með ferðamönnum í húsbíl og var honum ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Á innan við tveimur klukkutímum frá því lögreglu var tilkynnt um málið hafði hún haft upp á bílnum og fundið köttinn sem var lógað skömmu síðar samkvæmt fyrirskipun frá Matvælastofnun. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.Í lögum um innflutning dýra kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af þeim.Í reglugerð um innflutning gæludýra kemur fram að brot á ákvæðum hennar varði sektum nema þyngri refsing liggi við eftir ákvæðum laga. Hinn brotleg ber allan kostnað vegna brots og getur honum meðal annars verið gert að þola bótalaust að dýri eða hundasæði sé fargað eða sent úr landi á hans kostnað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Ferðamenn smygluðu ketti inn til landsins í síðustu viku en lögreglan hafði upp á ferðamönnunum og var kettinum lógað. Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Sjálfstætt starfandi dýralæknir á Höfn í Hornafirði hafði samband við héraðsdýralæknir á Egilsstöðum á föstudag og sagðist hafa fengið vitneskju um að köttur væri á ferð með ferðamönnum í húsbíl og var honum ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Á innan við tveimur klukkutímum frá því lögreglu var tilkynnt um málið hafði hún haft upp á bílnum og fundið köttinn sem var lógað skömmu síðar samkvæmt fyrirskipun frá Matvælastofnun. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.Í lögum um innflutning dýra kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af þeim.Í reglugerð um innflutning gæludýra kemur fram að brot á ákvæðum hennar varði sektum nema þyngri refsing liggi við eftir ákvæðum laga. Hinn brotleg ber allan kostnað vegna brots og getur honum meðal annars verið gert að þola bótalaust að dýri eða hundasæði sé fargað eða sent úr landi á hans kostnað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira