Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 22:57 Eftirmálar árásanna í Sýrlandi. Vísir/AFP Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Minnst tuttugu Kúrdar féllu í loftárásum Tyrkja í Írak og Sýrlandi í dag. Í Sýrlandi beindust árásirnar gegn meðlimum YPG, sem leiða baráttuna gegn Íslamska ríkinu og eru bandamenn Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa áhyggjur af árásunum. Í Írak féllu sex meðlimir Peshmerga sveitanna svokölluðu, sem eru að mestu vinveitt Tyrklandi. AFP fréttaveitan segir útlit fyrir að sú árás hafi verið slys. Yfirvöld í Tyrklandi segja árásirnar hafa beinst gegn „hryðjuverkamönnum“ og heita því að halda árásum áfram. Þeir segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi sem hafa í áratugi barist fyrir sjálfstæði í austurhluta Tyrklands. Írakar segja árásina þar í landi vera brot á fullveldi Írak og alþjóðalögum. PKK hefur verið með viðveru við Sinjarfjall í Írak eftir að þeir komu Jasídum til aðstoðar eftir innrás Íslamska ríkisins í Írak sumarið 2014. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Mark Toner, segir Bandaríkin hafa komið áhyggjum sínum á framfæri við yfirvöld í Tyrklandi. Þrátt fyrir að Bandaríkin skilji áhyggjur Tyrkja vegna PKK skaði árásir sem þessar baráttuna gegn Íslamska ríkinu. Írakskir Kúrdar hafa einnig lýst yfir andstöðu við veru PKK í Sinjarhéraði. Einn af forsvarsmönnum Syrian Democratic Forces, sem eru regnhlífarsamtök sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi, kallar eftir því að Bandaríkin hjálpi þeim að koma upp loftvörnum til að verjast árásum Tyrkja. SDF stjórna stórum hluta Sýrlands sem liggur að landamærum Tyrklands. Tyrkir gerðu í raun innrás í Sýrland í ágúst í fyrra, með uppreisnarhópum sem þeir styðja, til þess að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu öllum landamærunum á sitt vald. Þeir hafa jafnvel hótað því að beita hernaði gegn Kúrdum og sendu Bandaríkin hermenn til borgarinnar Manbij til þess að koma í veg fyrir slíka árás.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Tyrklandi segja 40 „hryðjuverkamenn“ hafa fallið í Sýrlandi og 30 í Írak. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir PKK ógna öryggi ríkisins og að barist yrði gegn þeim þrátt fyrir að þeir haldi til í „landi A eða landi B“.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Sýrlenskir Kúrdar segjast tilbúnir til að verjast gegn Tyrkjum. 15. febrúar 2017 21:49
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Höfuðvígi ISIS er nærri því umkringt Sveitir, studdar af Bandaríkjunum, hafa lokað síðasta þjóðveginum að borginni Raqqa. 6. mars 2017 17:03
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56