Hlutabréf í Twitter rjúka upp Sæunn Gísladóttir skrifar 26. apríl 2017 15:09 Jack Dorsey, stofnandi og framkvæmdastjóri Twitter. Vísir/EPA Gengi hlutabréfa í Twitter hefur hækkað verulega það sem af er degi, eða um 11,05 prósent. Hækkunina má líklega rekja til þess að forsvarsmenn Twitter greindu frá því að mánaðarlegum notendum samfélagsmiðilsins fjölgaði um 6 prósent, eða 18 milljónir, á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Mánaðarlegir notendur Twitter nema nú 328 milljónum. Einnig var greint frá því að daglegum notendum hefði fjölgað um 14 prósent milli ára. Reuters greinir frá því að tekjur Twitter drógust hins vegar saman um 7,8 prósent og námu 548,3 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi. Tap á rekstri dróst þó saman milli ára og nam 61,6 milljónum dollara, samanborið við 79,7 milljónir dollara árið áður. Stjórnendur fyrirtækisins, sem og fjárfestar, hafa haft vaxandi áhyggjur af því að notendum var ekki að fjölga nógu hratt síðustu fjórðunga og að samfélagsmiðillinn væri að dragast aftur úr Instagram og Snapchat. Fréttirnar eru því sérstaklega góðar fyrir þennan hóp sem mun líklega nota þetta til að draga að fleiri auglýsendur. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Twitter hefur hækkað verulega það sem af er degi, eða um 11,05 prósent. Hækkunina má líklega rekja til þess að forsvarsmenn Twitter greindu frá því að mánaðarlegum notendum samfélagsmiðilsins fjölgaði um 6 prósent, eða 18 milljónir, á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Mánaðarlegir notendur Twitter nema nú 328 milljónum. Einnig var greint frá því að daglegum notendum hefði fjölgað um 14 prósent milli ára. Reuters greinir frá því að tekjur Twitter drógust hins vegar saman um 7,8 prósent og námu 548,3 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi. Tap á rekstri dróst þó saman milli ára og nam 61,6 milljónum dollara, samanborið við 79,7 milljónir dollara árið áður. Stjórnendur fyrirtækisins, sem og fjárfestar, hafa haft vaxandi áhyggjur af því að notendum var ekki að fjölga nógu hratt síðustu fjórðunga og að samfélagsmiðillinn væri að dragast aftur úr Instagram og Snapchat. Fréttirnar eru því sérstaklega góðar fyrir þennan hóp sem mun líklega nota þetta til að draga að fleiri auglýsendur.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira