Litla England Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Theresu May er hrósað fyrir þá ákvörðun að boða til snemmbúinna kosninga í Bretlandi hinn 8. júní næstkomandi. Eftir ákvörðun May hafa líkur aukist á vondum Brexit-samningi sem er býsna öfugsnúin staða fyrir breska kjósendur. May er hrósað fyrir stjórnkænsku og djarfa og snjalla ákvörðun um að boða til kosninga í júní. Það sé styrkleikamerki að forsætisráðherrann ætli að endurnýja umboð sitt til að hafa sterkan lýðræðislegan stuðning fyrir þá vegferð sem er fram undan þegar Bretar semja um úrsögn úr Evrópusambandinu samkvæmt 50. gr. Lissabonsáttmálans. Ljóst er hins vegar að May boðar til kosninga af aðeins einni ástæðu og hún hefur ekkert með Brexit að gera. Íhaldsflokkurinn hefur 21 prósentustigs forskot í könnunum á Verkamannaflokkinn sem er lamaður með Jeremy Corbyn í forystu. Að boða til kosninga með slíkan meðbyr er einfaldlega of gott tækifæri til að sleppa því. Líklegt er að May geri gott betur en að endurnýja umboð sitt með myndarbrag. Næsta ríkisstjórn hennar mun að öllum líkindum hafa mjög sterkan meirihluta á breska þinginu. Sú staðreynd veikir hagsmuni bresks almennings þegar kemur að Brexit, því líkur á því að vondur úrsagnarsamningur fari í gegnum þingið hafa nú aukist. Með öruggan þingmeirihluta eru meiri líkur á því að samningur um úrsögn úr ESB fari í gegn jafnvel þótt hann sé lélegur. Sama hvað gerist, breskir kjósendur verða alltaf verr settir en áður en May boðaði til kosninga. Theresa May vill að Bretar fái undanþágu frá meginreglunni um frjálsa för vinnuafls. Þá vill hún að Bretland verið undanskilið lögsögu Evrópudómstólsins. Hins vegar vilja Bretar áfram geta átt óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þegar kemur að vörum og þjónustu og vilja að úrsagnarsamningurinn við sambandið grundvallist á því. Vandamálið við þessa nálgun er að fjórfrelsið er ekki valkvætt. Réttindin og skyldurnar koma saman í pakka. Hvers vegna ætti síðan Evrópusambandið að semja við Bretland um skilyrta aðild að innri markaðnum þegar hin aðildarríkin 27 voru ekki tilbúin að semja um breytta og „mildari“ aðild Breta að sambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit? Þýski lögfræðingurinn Martin Selmayr er sá sem öllu stýrir bak við tjöldin hjá framkvæmdastjórn ESB. Selmayr er starfsmannastjóri Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og einn valdamesti maðurinn í Brussel. Hann þykir harður í horn að taka í samningum og ljóst er að ef hann fær einhverju ráðið mun ekki tomma verða gefin eftir í viðræðum um úrsögn Bretlands. Meirihluti Skota kaus með áframhaldandi aðild Bretlands að ESB. Skoska þjóðþingið hefur þegar greitt atkvæði með því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna Brexit. Það er líka gjörbreytt staða í pólitísku landslagi álfunnar. Kjósendur í Hollandi og Frakklandi stóðust lýðræðisprófið. Emmanuel Macron á sigurinn vísan í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Þjóðernispopúlisminn fer aftur út í jaðarinn þar sem hann á heima. Brexit verður því aldrei upphaf einhverrar bylgju úrsagna ríkja úr Evrópusambandinu eins og sumir spáðu. Heldur bara þessi eina ákvörðun Litla Englands um að yfirgefa alþjóðlegt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Theresu May er hrósað fyrir þá ákvörðun að boða til snemmbúinna kosninga í Bretlandi hinn 8. júní næstkomandi. Eftir ákvörðun May hafa líkur aukist á vondum Brexit-samningi sem er býsna öfugsnúin staða fyrir breska kjósendur. May er hrósað fyrir stjórnkænsku og djarfa og snjalla ákvörðun um að boða til kosninga í júní. Það sé styrkleikamerki að forsætisráðherrann ætli að endurnýja umboð sitt til að hafa sterkan lýðræðislegan stuðning fyrir þá vegferð sem er fram undan þegar Bretar semja um úrsögn úr Evrópusambandinu samkvæmt 50. gr. Lissabonsáttmálans. Ljóst er hins vegar að May boðar til kosninga af aðeins einni ástæðu og hún hefur ekkert með Brexit að gera. Íhaldsflokkurinn hefur 21 prósentustigs forskot í könnunum á Verkamannaflokkinn sem er lamaður með Jeremy Corbyn í forystu. Að boða til kosninga með slíkan meðbyr er einfaldlega of gott tækifæri til að sleppa því. Líklegt er að May geri gott betur en að endurnýja umboð sitt með myndarbrag. Næsta ríkisstjórn hennar mun að öllum líkindum hafa mjög sterkan meirihluta á breska þinginu. Sú staðreynd veikir hagsmuni bresks almennings þegar kemur að Brexit, því líkur á því að vondur úrsagnarsamningur fari í gegnum þingið hafa nú aukist. Með öruggan þingmeirihluta eru meiri líkur á því að samningur um úrsögn úr ESB fari í gegn jafnvel þótt hann sé lélegur. Sama hvað gerist, breskir kjósendur verða alltaf verr settir en áður en May boðaði til kosninga. Theresa May vill að Bretar fái undanþágu frá meginreglunni um frjálsa för vinnuafls. Þá vill hún að Bretland verið undanskilið lögsögu Evrópudómstólsins. Hins vegar vilja Bretar áfram geta átt óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins þegar kemur að vörum og þjónustu og vilja að úrsagnarsamningurinn við sambandið grundvallist á því. Vandamálið við þessa nálgun er að fjórfrelsið er ekki valkvætt. Réttindin og skyldurnar koma saman í pakka. Hvers vegna ætti síðan Evrópusambandið að semja við Bretland um skilyrta aðild að innri markaðnum þegar hin aðildarríkin 27 voru ekki tilbúin að semja um breytta og „mildari“ aðild Breta að sambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Brexit? Þýski lögfræðingurinn Martin Selmayr er sá sem öllu stýrir bak við tjöldin hjá framkvæmdastjórn ESB. Selmayr er starfsmannastjóri Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og einn valdamesti maðurinn í Brussel. Hann þykir harður í horn að taka í samningum og ljóst er að ef hann fær einhverju ráðið mun ekki tomma verða gefin eftir í viðræðum um úrsögn Bretlands. Meirihluti Skota kaus með áframhaldandi aðild Bretlands að ESB. Skoska þjóðþingið hefur þegar greitt atkvæði með því að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna Brexit. Það er líka gjörbreytt staða í pólitísku landslagi álfunnar. Kjósendur í Hollandi og Frakklandi stóðust lýðræðisprófið. Emmanuel Macron á sigurinn vísan í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Þjóðernispopúlisminn fer aftur út í jaðarinn þar sem hann á heima. Brexit verður því aldrei upphaf einhverrar bylgju úrsagna ríkja úr Evrópusambandinu eins og sumir spáðu. Heldur bara þessi eina ákvörðun Litla Englands um að yfirgefa alþjóðlegt samstarf.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun