Geldfiskur er málið Bubbi Morthens skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun