Geldfiskur er málið Bubbi Morthens skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun