Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. apríl 2017 11:45 Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun