Fiðlusnillingur sem elskar dýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 10:15 Ragnhildur Sigurlaug hefur gaman af mörgu, meðal annars dýrunum á bænum. Hér er hún með lítinn kiðling. Mynd/Kristín H. Bergsdóttir Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu! Krakkar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Ragnhildur Sigurlaug er 10 ára og á heima á Grænumýri í Skagafirði. Hún byrjaði þriggja ára að æfa á fiðlu og finnst það skemmtilegt. Á svæðistónleikum á Egilsstöðum nýlega var hún valin til að flytja einleiksatriði á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Hvernig leið henni? Ég var bæði spennt og ánægð. Það var geggjað gaman að spila í Eldborg. Ég spilaði Húmoresku eftir Dvorak og var bara pínu stressuð. Hefur þú spilað áður í Hörpu? Já, einu sinni á Landsmóti strengjanemenda, þá var ég reyndar svo lítil að ég sá ekki þann sem stjórnaði hljómsveitinni! Hvar lærir þú? Tónlistarskólinn minn er í Varmahlíð sem er ekkert svo langt frá Grænumýri, stundum fer ég á Sauðárkrók í samspil og það er lengra. Ég er líka að læra söng hjá Helgu Rós Indriðadóttur óperusöngkonu í Varmahlíð.Ragnhildur Sigurlaug getur leikið bæði við lömb og kiðlinga þessa dagana heima hjá sér á Grænumýri. Þessi kiðlingur er huðna, semsagt kvendýr.Hvaða fag er í uppáhaldi í grunnskólanum? Mér finnst heimilisfræðin skemmtilegust. Annars finnst mér gaman að læra allt í skólanum. Fleiri áhugamál? Hestamennska, dans, dýr, lestur og að teikna og mála, baka, smíða og sauma. Bara alveg heill hellingur. Ertu mikið fyrir búskapinn? Já, við búum á sauðfjárbúi og eigum um 600 kindur og 27 geitur, nokkur hross, hunda og kanínu. Núna er að byrja sauðburður og það eru komin nokkur lömb og fullt af kiðlingum. Svo eru líka sjö hvolpar. Ég hef verið í reiðtímum á Varmalæk á hestinum mínum henni Eldingu og okkur gengur bara vel saman. Það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Hmmm, þetta er erfið spurning, en eitt af því fyndnasta var þegar ég var lítil og datt með andlitið beint ofan í hrossaskítshrúgu!
Krakkar Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira