Farþegunum boðin áfallahjálp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. apríl 2017 22:34 Slæmt skyggni var á flugvellinum. Vísir/JBG Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands við komi í flugstöðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA. Þar segir að ekki sé ljóst hvað olli óhappinu en að Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki nú atvikið. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. „Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík.“Tilkynning ISAVIA í heild sinni:Um kl. 17:20 í dag rann flugvél frá flugfélaginu Primera Air út af brautarenda brautar 19 í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. Ekki er ljóst hvað olli þessu óhappi en Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið. Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík. Flugvélar og farþegar sem áttu að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli eftir óhappið urðu fyrir töfum. Allir farþegar flugvélarinnar sem lenti í óphappinu voru fluttir frá borði og í flugstöðina rúmlega klukkustund eftir atvikið og var þeim boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.Strax var undirbúin tímabundin opnun á braut 10/28 og hefur hún nú verið opnuð fyrir flugtök og hafa nú allar lagt af stað á sinn áfangastað. Þá hefur vélin verið fjarlægð af brautarenda flugbrautar 01/19 og innan skamms verður unnt að opna flugbrautina aftur.Við þessa röskun hafa orðið tafir á flugi og eins hefur flugum verið aflýst. Farþegar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við flugfélag sitt varðandi nánari upplýsingar.Allir farþegar sem voru í flugvél Primera Air sem lenti í óhappinu eiga að hafa fengið viðeigandi aðstoð og upplýsingar. Frekari upplýsingar verða veittar af flugfélaginu sjálfu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Farþegum í flugvél Primera Air sem rann út af brautarenda við lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag var boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands við komi í flugstöðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAVIA. Þar segir að ekki sé ljóst hvað olli óhappinu en að Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaki nú atvikið. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. „Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík.“Tilkynning ISAVIA í heild sinni:Um kl. 17:20 í dag rann flugvél frá flugfélaginu Primera Air út af brautarenda brautar 19 í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Engin slys urðu á fólki og litlar skemmdir á flugvélinni sjálfri. Ekki er ljóst hvað olli þessu óhappi en Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið. Vegna óhappsins voru engin flugtök eða lendingar á meðan verið var hleypa farþegum frá borði og unnið var að því að fjarlægja vélina sjálfa af brautarenda. Vegna malbikunarframkvæmda er hin brautin á flugvellinum, braut 10/28 lokuð. Þær flugvélar sem áætluðu að lenda á Keflavíkurflugvelli strax eftir atvikið ákváðu að lenda annarsstaðar, tvær fóru til Skotlands og ein lenti í Reykjavík. Flugvélar og farþegar sem áttu að fara í loftið frá Keflavíkurflugvelli eftir óhappið urðu fyrir töfum. Allir farþegar flugvélarinnar sem lenti í óphappinu voru fluttir frá borði og í flugstöðina rúmlega klukkustund eftir atvikið og var þeim boðin áfallahjálp af Rauða krossi Íslands.Strax var undirbúin tímabundin opnun á braut 10/28 og hefur hún nú verið opnuð fyrir flugtök og hafa nú allar lagt af stað á sinn áfangastað. Þá hefur vélin verið fjarlægð af brautarenda flugbrautar 01/19 og innan skamms verður unnt að opna flugbrautina aftur.Við þessa röskun hafa orðið tafir á flugi og eins hefur flugum verið aflýst. Farþegar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við flugfélag sitt varðandi nánari upplýsingar.Allir farþegar sem voru í flugvél Primera Air sem lenti í óhappinu eiga að hafa fengið viðeigandi aðstoð og upplýsingar. Frekari upplýsingar verða veittar af flugfélaginu sjálfu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57