Viðskipti erlent

Uber gert að fara frá Ítalíu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Uber
Uber Vísir/Getty
Leigubílaþjónustunni Uber hefur verið gert að hætta allri starfsemi á Ítalíu. Reuters greindi frá og sagði dómstól í Róm kveða upp dóm þess efnis þar sem Uber sé ósanngjörn samkeppni við hefðbundna leigubílaþjónustu.

Rökstuðningurinn að baki dómnum er sá að Uber sé samgöngufyrirtæki sem virði ekki lög um samgöngur. Samgönguyfirvöld fái til að mynda ekki að ákveða fargjald. Þar af leiðandi gætu hefðbundnar leigubílaþjónustur ekki verið samkeppnishæfar í verði.  

Uber hyggst áfrýja dómnum og telur samgöngulög á Ítalíu úrelt. Þau gagnist Ítölum ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×