Þrettán ára vinir fengu far með forsetanum af því mömmu seinkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 11:56 Strákarnir fengu að sjálfsögðu mynd af sér með forsetanum. Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman. Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman.
Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53
Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00
Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent