Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 09:30 Verðmat Arion inniheldur kaup Haga á Lyfju sem nú eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Vísir Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira