VÍS komið með 25 prósent í Kviku eftir kaup á hlut Seðlabankans Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2017 07:30 VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga núna 40% í Kviku. Fréttablaðið/GVA Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á 3,06 prósenta hlut Eignasafns Seðlabanka Íslands (ESÍ) í Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir kaupin á VÍS liðlega 25 prósenta hlut og er langsamlega stærsti einstaki hluthafi fjárfestingabankans. Hlutur ESÍ var auglýstur til sölu um miðjan síðasta mánuð. Áður hafði VÍS staðið fyrir kaupum á tæplega 22 prósenta hlut í Kviku í ársbyrjun og nam heildarkaupverðið þá um 1.655 milljónum króna. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað félagið greiddi fyrir hlut Seðlabankans í Kviku en ef gengið var hið sama og í janúar síðastliðnum, þegar VÍS keypti bréf í bankanum fyrir 5,4 krónur á hlut, þá nemur kaupverðið um 230 milljónum króna. Í hluthafahópi Kviku eru jafnframt tveir stærstu einkafjárfestarnir í VÍS með samanlagt fimmtán prósenta hlut. Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrverandi aðaleigendur Skeljungs, eignuðust þannig ríflega átta prósenta hlut í bankanum í desember 2016 auk þess sem félagið Grandier ehf., sem er í eigu Sigurðar Bollasonar og meðfjárfesta, keypti á sama tíma um sjö prósent. VÍS og stórir hluthafar í félaginu eiga því núna samanlagt um 40 prósenta hlut í Kviku banka. Svanhildur Nanna var sem kunnugt er kjörin stjórnarformaður VÍS þann 15. mars síðastliðinn og tveimur vikum síðar tilkynnti Herdís Dröfn Fjeldsted, sem hafði áður gegnt starfi stjórnarformanns, að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins. Þá var Guðmundur Örn jafnframt kjörinn í stjórn Kviku banka fyrir skemmstu. Fram kom í fréttaskýringu Markaðarins í síðustu viku, þar sem greint var frá því hvernig einkafjárfestar í hluthafahópi VÍS væru búnir að ná völdum í stjórn tryggingafyrirtækisins, að með þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn þess væru auknar líkur á því að félagið muni áður en langt um líður falast eftir meirihluta í Kviku. Þannig er vitað að helstu einkafjárfestar VÍS, sem eiga núna þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn félagsins, hafa talað hvað mest fyrir sameiningu eða frekari kaupum í Kviku, meðal annars í því skyni að ná fram samlegðaráhrifum í eignastýringarstarfsemi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira