Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 21:17 Oscar Munoz, segir að flugfélagið muni sjá til þess að nokkuð þessu líkt muni ekki koma fyrir aftur. Vísir/Getty Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent