Forstjóri United Airlines biðst afsökunar vegna farþegans sem var hent út Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 21:17 Oscar Munoz, segir að flugfélagið muni sjá til þess að nokkuð þessu líkt muni ekki koma fyrir aftur. Vísir/Getty Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina. Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Forstjóri bandaríska flugfélagsins United Airlines, Oscar Munoz, hefur beðist opinberlega afsökunar fyrir hönd flugfélagsins, fyrir að hafa dregið farþega út úr vél á vegum félagsins, sem ekki vildi gefa upp sæti sitt í yfirbókuðu flugi. BBC greinir frá. Umrætt atvik átti sér stað um borð í vél félagsins nú á dögunum, sem fljúga átti frá Chicago til Louisville í Bandaríkjunum. Á flugvellinum var fjórum farþegum boðið að yfirgefa vélina gegn 400 dollara greiðslu, til að greiða götu fyrir fjórum starfsmönnum félagsins. Enginn lét þó tilleiðast og var því ákveðið að draga fjóra af handahófi. Þar með talið var læknir einn, sem alls ekki vildi yfirgefa sæti sitt, vinnu sinnar vegna og var þá brugðið á það ráð að draga hann úr vélinni, með valdi, í atviki sem náðist á myndband og vakti mikla athygli en læknirinn var meðal annars blóðugur í framan.Sjá einnig: Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðistAtvikið hefur meðal annars valdið því að hlutabréf í móðurfélagi flugfélagsins, United Continental Holdings, féllu um fjögur prósent í verði, vegna mikillar óánægju. Samkvæmt tilkynningu forstjórans er hann harmi sleginn vegna atviksins og „hafa myndbönd af atvikinu valdið honum miklu hugarangri.“ Hann segir að félagið muni fara yfir nákvæmlega hvað það var sem gerðist og „tryggja að nokkuð þessu líkt muni aldrei koma fyrir aftur.“ Ljóst er að forstjórinn hefur skipt um skoðun, en hann hafði nýlega varið ákvörðun áhafnarinnar og sagt hana eiga rétt á sér. Einn starfsmaður flugvallarins, sem tók þátt í því að draga lækninn úr flugvélinni, hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur. Þá eru bandarísk flugmálayfirvöld jafnframt með það til rannsóknar, hvort að United flugfélagið hafi farið eftir settum reglum hvað varðar yfirbókanir, en allajafna er farþegum tilkynnt um slíkt áður en þeir eru mættir í flugvélina.
Tengdar fréttir Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30 Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í flugvél United Airlines frá Chicago til Louisville í gær. 10. apríl 2017 11:30
Segir flugliða United hafa gert rétt þegar læknir var dreginn frá borði Forstjóri United flugfélagsins hefur varið ákvörðun flugliða um að láta draga farþega frá borði eftir að flugvél félagsins var yfirbókuð. 11. apríl 2017 10:26