NBA: Heimsfriðurinn í aðalhlutverki í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Metta World Peace í nótt. Vísir/AP Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum