Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur skriðdreki á heræfingu. Nordicphotos/AFP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00