Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur skriðdreki á heræfingu. Nordicphotos/AFP Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu sem leiðtogi ríkisins. Ríkisstjórnir nágrannaríkjanna Kína og Suður-Kóreu hafa áhyggjur af því að Kim fagni afmælinu með sinni sjöttu kjarnorkuvopnatilraun um helgina. Sjálfur hefur Kim tilefni til þess að hafa áhyggjur. Viðbúnaður ríkjanna tveggja, sem og Bandaríkjanna, er mikill vegna mögulegra tilrauna. Kínverski ríkismiðillinn Global Times hefur greint frá því að kínverski herinn hafi sent 150.000 hermenn að landamærunum og að suðurkóreski herinn sé nú með heræfingar við landamæri Kóreuríkjanna tveggja.Bandarískir hermenn æfðu með suðurkóreskum hermönnum í landamæraborginni Paju í mars.Nordicphotos/AFPÍ þokkabót siglir Carl Vinson, flotadeild innan bandaríska sjóhersins, upp að Kóreuskaga. Í flotadeildinni er flugmóðurskipið Carl Vinson og þrjú stór orrustuskip. Eru skipin fjögur meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum, loftvarnakerfi og eldflaugavarnakerfi. Þá eru fjölmargar orrustuþotur á flugmóðurskipinu sjálfu. Norður-Kóreumenn hafa ekki tekið aðgerðum Bandaríkjamanna þegjandi. Í ríkisdagblaðinu Rodong Sinmun er greint frá því að herinn fylgist með öllum hreyfingum óvinanna. Kjarnorkuvopnum sé beint að Bandaríkjunum. Ekki einungis herstöðvum þeirra í Suður-Kóreu og á Kyrrahafi heldur líka að sjálfum Bandaríkjunum. Miðað við viðbúnað ríkjanna þriggja mætti halda að allsherjarinnrás væri yfirvofandi. Sú er þó ekki endilega raunin. Ríkisfréttastofan CCTV í Kína greindi frá því í gær að kínverska ríkisstjórnin vildi að allir aðilar kæmu að samningaborðinu til að ræða um kjarnorkumál á Kóreuskaga sem fyrst. Á blaðamannafundi sagði utanríkisráðherrann Lu Kang að friði ætti að koma á með samræðum og samningum.Carl Vinson flugmóðurskipið. Sjá má tugi orrustuþota á skipinu ásamt þyrlum.Nordicphotos/AFPÞá hefur James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, útskýrt staðsetningu flotadeildarinnar og sagt að hún sigli frjálslega um Kyrrahafið. Bandaríkjamönnum hafi einfaldlega þótt skynsamlegast að staðsetja flotadeildina við Kóreuskaga sem stendur. „Við erum ekki að gera neinar sérstakar kröfur og það er engin sérstök ástæða fyrir staðsetningunni,“ sagði Mattis á blaðamannafundi í vikunni. Washington Post greindi frá því að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar Kína og Bandaríkjanna, hefðu talast við í síma í gær. Hafði Xi hvatt Trump til þess að finna friðsamlega lausn á deilunni. Trump tjáði sig um símtalið á Twitter og tísti: „Átti mjög gott símtal við forseta Kína um ógnina í Norður-Kóreu.“ Áður hafði Trump tíst því að Bandaríkin myndu sjá um Norður-Kóreuvandann, með eða án aðstoðar Kínverja. Sökum þess hve Norður-Kórea er lokuð er viðbragðsgeta ríkisins við innrás óljós. Í úttekt CNBC kemur fram að norðurkóreski herinn búi þó yfir um sjötíu kafbátum sem gætu nýst í orrustu gegn Carl Vinson flotadeildinni. Varnarmálagreinendur halda því fram að norðurkóreski herinn búi yfir tækninni til þess að útbúa kafbáta með kjarnorkuvopnum. Í ágúst sýndu norðurkóreskir fjölmiðlar myndband af svokallaðri KN-11 eldflaug sem skotið var úr kafbáti. Átti eldflaugin að hafa flogið um 400 kílómetra austur af Japan. Sérfræðingar í Suður-Kóreu halda því fram að eldflaugarnar drífi allt að 935 kílómetra. Dennis Wilder, fyrrverandi ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali við ABC að norðurkóreski herinn gæti á næstu árum þróað kjarnorkusprengju sem gæti flogið að vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki þykir líklegt að svo langdrægar eldflaugar fyrirfinnist nú í norðurkóreska vopnabúrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00