Útlit fyrir sjöttu kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu virðast tilbúin að hefja kjarnorkutilraunir sínar í sjötta sinn. Þetta sýna gervihnattarmyndir af tilraunasvæði þeirra. Slíkt myndi auka verulega á spennuna í samskiptum þeirra og Bandaríkjamanna. Síðustu mánuði hafa borist vísbendingar um að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu að undirbúa kjarnorkutilraunir. Leyniþjónustur annarra ríkja hafa fylgst vel með og nú virðast þær sannfærðar um að Norður-Kóreumenn séu tilbúnir að sprengja. Spurningin sé frekar sú hvenær tilraunirnar verði framkvæmdar frekar en hvort. Síðast í gær voru teknar gervihnattarmyndir af tilraunasvæðinu sem þykja staðfesta að undirbúningi þeirra sé að mestu lokið. Ef af verður er þetta í sjötta sinn sem Norður-Kóreumenn gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þær myndu jafnframt magna verulega upp þá spennu sem þegar ríkir í samskiptum Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að bandarísk stjórnvöld komi til með að bregðast hart við kjarnorkutilraunum. Þegar hefur verið sendur fjöldi bandarískra herskipa að Kóreuskaganum. Þeirra á meðal flugmóðurskipið Carl Vinson. Skipin eru meðal annars útbúin langdrægum eldflaugum. Þá hefur Trump beðið kínversk stjórnvöld að beita sér fyrir því að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkutilraunum sínum og skoðaðar hafa verið leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Sérfræðingar eru margir á því að dregið gæti til tíðinda á laugardaginn. Þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Sjá meira
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00