LeBron náði líka sögulegri tölfræði á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:45 LeBron James. Vísir/Getty Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira