Farþegi sem stunginn var af sporðdreka í flugi United Airlines: „Hann stakk eins og vespa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 12:44 Flugfélagið United Airlines hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan maður var dreginn með valdi út úr vél félagsins. Sporðdrekinn mun líklega ekki bæta ástandið. Vísir/AFP „Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
„Ég var búinn að vera í flugvélinni í um klukkutíma og ég var að borða kvöldmat,“ sagði Richard Bell, farþegi United Airlines sem stunginn var af sporðdreka í flugi á fimmtudag, í samtali við BBC. „Og svo datt eitthvað á höfuðið á mér. Sætisfélagi minn, maður frá Mexíkó, sagði: „Þetta er sporðdreki! Þeir eru hættulegir.“ Bell var á heimleið eftir frí með konu sinni, Lindu. Ekki er vitað hvernig sporðdrekinn komst um borð í vélina samkvæmt frétt CNN. Flugfélagið United Airlines hefur sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar sinnar á farþega sem dreginn var með valdi út úr vél félagsins á dögunum. Bell var á ferð með flugfélaginu sama dag og hið öllu frægara atvik átti sér stað. „Ég sleppti honum á bakkann fyrir framan mig og greip svo aftur í hann, það var þá sem ég var stunginn. Hann stakk mig í þumalfingurinn, alveg við nöglina,“ sagði Bell. „Hann stakk eins og vespa, eitthvað svoleiðis.“ Bell segist ánægður með viðbrögð áhafnarinnar en meðlimir hennar sturtuðu sporðdrekanum niður í klósett vélarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn tóku á móti Bell á flugvellinum í Calgary í Kanada að sögn talsmanns United Airlines en hann er ekki alvarlega slasaður. Þá hefur flugfélagið beðist afsökunar á atvikinu og boðist til að bæta upp fyrir slysið.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira