Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Norðurkóreskur hermaður lítur áhyggjufullum augum í átt að kínversku landamærunum. Nordicphotos/AFP „Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína í gær. Í vikunni var greint frá því að 150.000 kínverskir hermenn væru staðsettir við landamærin að Norður-Kóreu, flotadeild bandaríska sjóhersins sigldi upp að Kóreuskaga og suðurkóreski herinn væri með æfingar við landamærin. Er talið að þessi aukni viðbúnaður sé vegna ótta um að Norður-Kórea ætli að ráðast í sína sjöttu kjarnorkuvopnatilraun í dag. Yrði það gert til að fagna fimm ára valdatíð leiðtogans Kim Jong-un og 105 ára fæðingarafmæli afa hans, eilífðarforsetans Kim Il-Sung. Ef marka má orð Wangs óttast Kínverjar að möguleg átök myndu leiða til falls Norður-Kóreu og í leiðinni mikilla vandamála við landamæri ríkjanna tveggja. Er talið að fall Norður-Kóreu gæti leitt til gífurlegs flóttamannastraums til Kína. Undanfarið hafa Kínverjar verið einu bandamenn Norður-Kóreu þótt dregið hafi verulega úr þeim stuðningi. Meðal annars með nýlegu innflutningsbanni á norðurkóresk kol. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera vel á varðbergi í þessari stöðu. Við köllum eftir því að allir aðilar forðist það að ögra og ógna hver öðrum. Hvort sem það væri í orði eða með aðgerðum. Jafnframt verði forðast að staðan verði svo slæm að ekki verði aftur snúið,“ sagði Wang. Aðgerðir Bandaríkjahers undir stjórn varnarmálaráðherrans James Mattis og forsetans Donalds Trump hafa ekki verið til þess fallnar að draga úr ótta Kínverja. Á síðustu dögum hefur herinn varpað risavaxinni sprengju á herbúðir ISIS í Afganistan og skotið 59 Tomahawk-eldflaugum á sýrlenskan herflugvöll. Þá hefur Trump tjáð sig á Twitter og sagt Bandaríkin tilbúin til þess að leysa „Norður-Kóreuvandann“ ein síns liðs ef Kínverjar vilja ekki aðstoða. Í viðtali við Associated Press sagði Han Song Ryol, utanríkisráðherra Norður-Kóreu að ríkisstjórn Trumps yrði æ grimmari og árásargjarnari gagnvart Norður-Kóreu. Þá greindi BBC frá því í gær að stofnun nátengd utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu varaði við því að allsherjar kjarnorkustyrjöld væri yfirvofandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent