Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2017 21:00 Trump við komuna til Flórída. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum. Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. CNN greinir frá.Þetta er í sjöunda sinn sem Trump heldur til Mar-a-Lago, þar sem hann fer iðulega í golf enda glæsilegur golfvöllur hluti af afdrepinu, síðan hann tók við embætti í janúar. Ferðin vekur enn meiri athygli nú en áður í ljósi þeirrar spennu sem ríkir á Kóreu-skaga. Bandaríkin virðast reiðubúin til þess að grípa til hernaðaraðgerða haldi Norður-Kóreu sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sinni til streitu en margt bendir til þess að slík tilraun fari fram á næstu dögum.Sjá einnig: Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Flotadeild innan bandaríska sjóhersins er mætt á svæðið og óttast yfirvöld í Kína að átök á milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti „brotist út á hverri stundu,“ líkt og utanríkisráðherra Kína orðaði hlutina.Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson er nú komið í nálægð við Norður-Kóreuvísir/gettyAthygli vekur því að Trump fór til Flórída án sinna helstu ráðgjafa en framkvæmdastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, er ekki með í för sem og aðrir nánustu ráðgjafar Trump. Forsetinn er þó ekki einn á ferð en ráðgjafar frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna ferðuðust með Trump. Embættismaður Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að fáir starfsmenn væru með í för þar sem páskahelgin væri nú um helgina. Þannig fengi Trump tækifæri til þess að eyða tíma með eiginkonu sinni Melaniu og börnum sínum.Sjá einnig: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Talið er mögulegt að Norður Kóreumenn framkvæmi kjarnorkuvopnatilraun sína á morgun, laugardag, en þá fagnar almenningur í Norður-Kóreu Degi sólarinnar en það er afmælisdagur Kim Il Sung fyrrum leiðtoga þjóðarinnar. Komi til þess yrði það ekki í fyrsta sinn sem Trump þarf að glíma við aðgerðir Norður-Kóreu manna frá golfvellinum í Flórída en kvöldverður hans þar með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, breyttist í krísufund í febrúar þegar Norður-Kórea skaut á loft eldflaugum.
Donald Trump Tengdar fréttir Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00 Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. 14. apríl 2017 15:00
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00