Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2017 12:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifar mannfjöldanum sem safnaðist saman á hátíðahöldum í Pyongyang, höfuðborg landsin. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00